Persónuverndarstefna General Mills
Gildisdagur: Apríl, 2021

General Mills er stolt af að bjóða upp á nokkur af traustustu vörumerkjum í heimi. Við vitum að það er nauðsynlegt að gæta friðhelgi þinnar til að viðhalda trausti þínu. Þess vegna vinnum við ötullega að því að mæta persónuverndarkröfum þeirra sem nota vefsvæði okkar, síður og forrit á samfélagsmiðlum þriðju aðila, tölvupóst okkar og farsímaforrit (kallast saman „þjónusta“ ásamt öllum öðrum verkvöngum sem tengjast þessari stefnu.

Þessi persónuverndarstefna útskýrir upplýsingaaðferðir, valkostina sem þú sem notandi þjónustunnar getur tekið og hvaða réttindi þú hefur hvað varðar söfnun, notkun, dreifingu, birtingu og/eða úrvinnslu á upplýsingum þínum. Slíkar upplýsingar fela í sér „persónuupplýsingar“ eða „persónugögn“ eins og þau eru skilgreind í viðeigandi gagnaverndarlögum.

Upplýsingar sem við söfnum frá þér, frá tækinu þínu eða frá öðrum

Við kunnum að safna upplýsingum um þig (og tækið sem þú notar til að fá aðgang að þjónustu okkar) á ýmsa vegu:

 • Þú gætir veitt okkur upplýsingarnar beint
 • Þú gætir valið að leyfa þriðja aðila, til dæmis samfélagsmiðli, að deila upplýsingum með okkur
 • Við gætum safnað öðrum upplýsingum frá tækinu þínu þegar þú ferð á vefsvæði okkar eða notar eða færð aðgang að þjónustu okkar, eða þegar þú skoðar auglýsingar frá okkur á netinu
 • Við gætum fengið frekari upplýsingar um þig frá öðrum heimildum þar sem lög leyfa

Ef við getum ekki safnað upplýsingum um þig er mögulegt að við getum ekki veitt þér þær vörur eða þjónustu sem þú biður um. Hér á eftir koma nánari upplýsingar um þessar söfnunaraðferðir.

Upplýsingar sem þú veitir beint

Þegar þú færð aðgang að þjónustu okkar og notar hana eða hefur annars konar samskipti við okkur, kann að vera að þú veitir okkur upplýsingar, þar á meðal (en takmarkast ekki við) eftirfarandi:

 • Samskiptaupplýsingar (til dæmis nafn, netfang, heimilisfang, símanúmer og álíka)
 • Notandanafn eða aðgangsorð
 • Lýðfræðilegar upplýsingar (til dæmis aldur eða fæðingardagur, kyn, hjúskaparstaða, fjöldi barna eða aðrir eiginleikar)
 • Kreditkort eða aðrar greiðsluupplýsingar
 • Upplýsingar um vildarkort
 • Samskiptaupplýsingar fjölskyldumeðlima eða annarra
 • Upplýsingar um kaup þín
 • Allar aðrar upplýsingar sem þú kýst að veita um þig, fjölskyldu þína eða aðra
 • Allar aðrar upplýsingar sem við gætum þurft öðru hverju til að veita þér þjónustu okkar, þar á meðal upplýsingar sem gætu talist vera viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt viðeigandi gagnaverndarlögum.
 • Allar aðrar upplýsingar sem þú veitir til að við getum unnið úr atvinnuumsókn eða fyrir samningsbundna þjónustu, þar á meðal starfs- eða námsferill þinn, viðeigandi reynsla og hæfileikar og svör við mötum sem þú gætir þurft að fara í gegnum í ráðningarferlinu.

Sumar af ofangreindum upplýsingum gætu talist vera viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt viðeigandi gagnaverndarlögum. Við munum vinna úr viðkvæmum persónuupplýsingum frá þér og vernda þær í samræmi við þessa persónuverndarstefnu og viðeigandi gagnaverndarlög.

Upplýsingar frá samfélagsmiðlum

Ef þú velur að fara á eða nota samfélagsmiðla þriðja aðila (til dæmis Facebook, WeChat, eða Twitter), kunnum við að fá persónuupplýsingar um þig sem þú hefur veitt þessari þjónustu, þar á meðal upplýsingar um tengiliði þína á samfélagsmiðlinum.

Til dæmis leyfa sumir samfélagsmiðlar þér að senda efni frá þjónustu okkar til tengiliða þinna eða sækja upplýsingar um tengiliði þína svo þú getir tengst við þá í þjónustu okkar. Sumir samfélagsmiðlar kunna einnig að liðka fyrir nýskráningu eða innskráningu þinni í þjónustu okkar eða bæta eða sérsníða upplifun þína í þjónustu okkar.

Ákvörðun þín um að nota samfélagsmiðil verður alltaf að þínu eigin vali. Hins vegar ættirðu að ganga úr skugga um að þú sért sátt(ur) við hvaða upplýsingar samfélagsmiðlar kynnu að veita þjónustu okkar með því að lesa persónuverndarstefnur þessara miðla.

Upplýsingar sem við söfnum frá tækinu þínu þegar þú ferð í þjónustu okkar eða notar hana eða þegar þú skoðar auglýsingar frá okkur á netinu.

Þegar þú ferð í þjónustu okkar eða notar hana, eða þegar þú skoðar auglýsingar frá okkur á netinu, kunnum við að nota vefkökur eða aðra tækni (þ.m.t. pixlar, merki og vefvitar) til að safna upplýsingum um tölvuna þína eða tækið þitt og netvirkni þína. Hér á eftir eru dæmi um upplýsingarnar sem við kunnum að safna á þennan hátt:

 • Gerð tækis (svo sem borðtölva, spjaldtölva eða fartæki)
 • Gerð vefvafra (svo sem Internet Explorer)
 • Stýrikerfi (svo sem Windows)
 • Upplýsingar um staðsetningu
 • IP-tala, auðkenni tækis eða svipaðar upplýsingar
 • Vefsvæði eða netþjónusta sem þú ferð á áður eða eftir að þú ferð í okkar þjónustu
 • Samskipti þín við þjónustu okkar (til dæmis á hvaða tengla þú smellir og hvaða síður og atriði þú skoðar)
 • Hvort þú opnir eða áframsendir tölvupósta frá okkur eða smellir á atriði í þessum tölvupósti,

Upplýsingar sem við kunnum að fá annars staðar frá

Þar sem viðeigandi lög leyfa: (a) kunnum við að safna upplýsingum um þig frá öðrum heimildum, svo sem opinberum gagnagrunnum, ráðningarstofum eða fyrrverandi vinnuveitendum (fyrir starfsumsóknir), öðrum vörumerkjum og hópum innan General Mills og öðrum opinberum heimildum; og (b) við kunnum einnig að safna upplýsingum um þig frá þriðju aðilum sem við ráðum til að veita þér þjónustu fyrir okkar hönd, þar á meðal (en takmarkast ekki við) þriðju aðilar sem sjá um fyrirspurnir frá viðskiptavinum eða markaðssetningu.

Þessar upplýsingar gætu meðal annars verið:

 • Samskiptaupplýsingar (til dæmis nafn, netfang, heimilisfang, símanúmer)
 • Notandaauðkenni á samfélagsmiðlum
 • Aldur eða fæðingardagur
 • Kyn
 • Lýðfræðilegar upplýsingar
 • Hjúskaparstaða og fjöldi og aldur barna
 • Tekjuþrep
 • Kauphegðun
 • Áhugamál, tómstundir og hvaða vörur þú velur helst
 • Samskipti við miðla eða auglýsingar
 • Opinbert athæfi (svo sem blogg og netfærslur)
 • Aðrar upplýsingar sem önnur merki eða fyrirtæki innan General Mills samsteypunnar hafa safnað
 • Aðrar upplýsingar sem við kunnum að nota til að bæta markaðsaðgerðir okkar

Sumar af þessum upplýsingum gætu talist vera viðkvæmar samkvæmt viðeigandi gagnaverndarlögum. Hafðu í huga að þar sem viðeigandi lög leyfa kunna upplýsingarnar sem við söfnum (hluti þeirra eða allar) að vera settar saman eða tengdar (af okkur eða þriðju aðilum sem veita okkur þjónustu) í einhverjum af þeim tilgangi sem er lýst í þessari persónuverndarstefnu, þar á meðal til að hjálpa okkur að sérsníða hvernig við eigum samskipti við þig og bæta vörur okkar, þjónustu og markaðsaðgerðir.

NOTKUN UPPLÝSINGANNA

Við kunnum að safna, nota, birta og/eða geyma persónuupplýsingarnar í þeim tilgangi sem lýst er hér á eftir (nema annars sé krafist með lögum):

 • til að eiga samskipti við þig varðandi vörur okkar, þjónustu og kynningar. Hafðu í huga að ef þú vilt ekki fá gagnamarkaðsefni frá okkur geturðu látið okkur vita með því að nota samskiptaupplýsingarnar hér fyrir neðan;
 • til að veita þér aðrar upplýsingar, þjónustu, vörur eða annað efni sem þú biður um eða gætir haft áhuga á;
 • til að svara, meðhöndla og vinna úr fyrirspurnum, beiðnum, umsóknum, kvörtunum og ummælum frá þér;
 • til að hlíta viðeigandi lögum, reglugerðum, aðferðareglum, leiðbeiningum eða reglum eða til að aðstoða löggæslu og rannsóknir framkvæmdar af opinberum yfirvöldum og/eða eftirlitsstofnunum;
 • til að vinna úr greiðslum eða inneignarviðskiptum;
 • til að sérsníða gagnvirka upplifun þína (þar á meðal með því að birta þér viðeigandi upplýsingar í þjónustu okkar og annars staðar);
 • til að hafa umsjón með og bæta vefsvæði okkar, vörur og þjónustu;
 • fyrir innri umsjónarferla og til að hafa umsjón með sambandi okkar við þig;
 • til að vinna úr starfsumsókn þinni eða tilboði, veita starfstengdar upplýsingar, meta þig fyrir starf eða þjónustutilboð og hafa eftirlit með og bæta ráðningarferli okkar; og
 • til að uppfylla samningsbundin ákvæði, svo sem að uppfylla skyldu við útvegunarferli vöru og/eða þjónustu sem þú hefur beðið um eða í tengslum við það.

 

Eftir því hvaða þjónustu þú notar kunnum við að nota þessar upplýsingar meðal annars á eftirfarandi hátt:

 • til að skrá þig fyrir móttöku á tölvupósti eða öðrum upplýsingum eða efni sem þú biður um
 • til að skrá þig í keppni, happdrætti eða aðrar kynningar
 • til að skrá þig til að fá afslátt, verðlaun, sýnishorn af vörum eða annað efni
 • til að búa til og hafa umsjón með reikningi þínum sem notandi eða meðlimur í þjónustu okkar (eða sem einhver sem kann að birta efni í þjónustu okkar)
 • til að veita þér þjónustu eða tilboð sem þú hefur beðið um
 • til að svara ef þú hefur samband við einn af þjónustufulltrúum okkar
 • til að vinna úr greiðslu frá þér fyrir kaup eða aðra þjónustu
 • til að skilja betur markhópinn fyrir þjónustu okkar
 • til að greina hvernig fólk nálgast og notar vörurnar okkar, þjónustu og svæði
 • til að hjálpa okkur að þróa nýjar vörur, þjónustu og svæði
 • til að framkvæma kannanir og aðrar rannsóknir og greiningar
 • til að búa til og senda auglýsingar og önnur samskipti sem eru sérsniðnari að áhugasviði þínu
 • til að hjálpa okkur að bæta auglýsingar okkar
 • til að veita vernd og verja gegn svikum
 • til að uppfylla þjónustuskilmála okkar, samfélagsreglur eða önnur lögbundin réttindi
 • Ef þú hefur störf hjá okkur eða gerist verktaki fyrir okkur munum við nota hluta af þessum upplýsingum í tengslum við ráðningu þína eða samning

Við munum ekki senda þér neitt markaðsefni í tölvupósti nema þú samþykkir sérstaklega að fá slík samskipti frá okkur. Ef þú skráir þig til að fá slíka tölvupósta muntu alltaf hafa tækifæri til að „hætta áskrift“ að frekara markaðsefni í tölvupósti frá því vörumerki General Mills eða hópi.

Lagalegi grunnurinn sem við byggjum á til að vinna úr persónuupplýsingum þínum er ólíkur eftir búsetulandi þínu og ástæðunni fyrir notkun á upplýsingunum. Lagalegi grunnurinn fyrir úrvinnslu á persónuupplýsingum þínum í tilganginum sem lýst er hér fyrir ofan er meðal annars (a) úrvinnsla sem er nauðsynleg fyrir uppfyllingu á samningi okkar við þig (til dæmis þar sem slíkt þarf til að veita þér vörur okkar eða þjónustu; (b) úrvinnsla sem er nauðsynleg fyrir lögmæta hagsmuni okkar (til dæmis til að framkvæma greiningu til að bæta þjónustu okkar); og (c) úrvinnsla sem er nauðsynleg til að uppfylla lagalegar skyldur okkar (til dæmis til að svara stefnu eða öðrum lagagerningi); (d) og, þar sem viðeigandi lög krefjast þess, samþykki þitt, sem hægt er að draga til baka hvenær sem er með því að nota upplýsingarnar hér fyrir neðan.

Við kunnum einnig að nota persónuupplýsingar þínar á annan hátt og munum senda sérstaka tilkynningu þegar upplýsingunum er safnað og afla samþykkis þíns þar sem þess þarf.

Geymsla upplýsinga

Við geymum upplýsingarnar sem við söfnum á rafrænu og/eða pappírsformi. Persónuupplýsingar eru geymdar á skrifstofum okkar eða á netþjónum okkar (eða netþjónum þjónustuaðila) og eru aðgengilegar samþykktu starfsfólki, fulltrúum og umboðsaðilum sem þurfa aðgang í þeim tilgangi sem er lýst í þessari persónuverndarstefnu. Við geymum upplýsingar eins lengi og sanngjarnt má telja að þeirra sé þörf fyrir tilganginn sem þeim var safnað fyrir eða svo lengi sem nauðsynlegt er að geyma þær af lagalegum ástæðum. Við eyðum upplýsingum um leið og sanngjarnt má telja að slíkt sé hagkvæmt eftir gilda beiðni um eyðingu eða í lok tímabilsins sem var lýst hér á undan, hvort sem gerist fyrr.

 

Deiling upplýsinga með öðrum

Við kunnum að deila upplýsingum sem við söfnum með eftirfarandi aðilum í tengslum við tilganginn sem er lýst hér fyrir ofan, þar á meðal aðilum sem kunna að vera staðsettir í Bandaríkjunum eða öðrum löndum en búsetulandi þínu.

Hlutdeildarfélagar. Við kunnum að deila upplýsingum með ýmsum fyrirtækjum innan General Mills og innan hóps hlutdeildarfélaga okkar. Þar sem viðeigandi lög leyfa kunnum við að deila upplýsingum af ástæðum sem er lýst í kaflanum „Notkun upplýsinganna“.

Þjónustuaðilar og ráðgjafar. Við kunnum að deila upplýsingum með þriðju aðilum sem veita þjónustu fyrir okkar hönd og þriðju aðilum sem veita okkur þjónustu. Flokkar þeirra þriðju aðila sem við kunnum að deila upplýsingum með innifela þá sem veita þjónustu í tengslum við markaðssetningu, auglýsingar, IT-þjónustu, verkvangshýsingu, varnir og greiningu á svikum eða tjóni, og viðskiptafærslur, ásamt þriðju aðilum sem kunna að aðstoða okkur við aðgerðir sem er lýst í hlutanum „Notkun upplýsinganna“ í þessari persónuverndarstefnu. Sumir þjónustuaðilar gætu átt þátt í að stjórna eða bæta við gagnagrunna okkar, þar sem lög leyfa.

Aðrir aðilar þar sem þess er krafist með lögum eða nauðsynlegt til að vernda notendur okkar og þjónustu. Við kunnum einnig að veita þriðju aðilum upplýsingar til að:

 • verja lagaleg réttindi okkar og réttindi notenda þjónustu okkar eða annarra;
 • verja öryggi þjónustunnar, notenda okkar eða annarra;
 • rannsaka lögbrot og til að koma í veg fyrir svik; eða
 • fara eftir lögum í þeim lögsögum þar sem við stundum viðskipti, eða ef við erum skylduð til að veita upplýsingar af dómstól eða aðila með lögbært vald til að krefjast birtingar á slíkum upplýsingum, beðin um að svara lagalegu ferli eða beiðni um samvinnu frá opinberum aðila, sama hvort slíkt sé lagaleg skylda (háð staðarlögum).

Aðrir aðilar í tengslum við fyrirtækjaviðskipti. Við áskiljum okkur réttinn til að birta allar upplýsingar sem við höfum um þig ef við seljum, sameinumst eða flytjum á annan hátt rekstur okkar eða eignir, í heild eða að hluta til, til þriðju aðila (eða bjóðumst til að gera það) eða ef svo ólíklega vill til að fyrirtækið verði gjaldþrota eða svipaður atburður verði. Ef við birtum persónuupplýsingar þínar í tengslum við fyrirtækjaviðskipti, eftir því sem viðeigandi gagnaverndarlög krefjast, munum við krefjast þess að þriðju aðilarnir sem fá persónuupplýsingar þínar fari eftir þessari persónuverndarstefnu eða afli samþykkis þíns sérstaklega. Við munum ekki selja lista yfir samskipaupplýsingar neytenda til ótengdra fyrirtækja í markaðstilgangi þeirra, nema í þessu samhengi.

Að öðru leyti með samþykki þínu eða eins og lög leyfa. Auk þeirrar deilingar sem lýst er eða leyfð í þessari persónuverndarstefnu, kunnum við að deila upplýsingum um þig með þriðju aðilum þegar þú samþykkir slíkt eða eins og lög leyfa.

VIÐBÓTARUPPLÝSINGAR

Þriðju aðilar sem veita þjónustu okkar efni, auglýsingar eða virkni

Sumt af efninu, auglýsingunum og virkninni í þjónustu okkar kann að vera veitt af þriðju aðilum sem tengjast okkur ekki. Til dæmis:

 • Ákveðnir þriðju aðilar kunna að birta upplýsingar eða fylgjast með hvaða auglýsingar notendur sjá, hvernig þeir sjá þessar auglýsingar og hvernig notendur bregðast við þeim. Þessir þriðju aðilar kunna að nota vefkökur og svipaða tækni til að veita þessa þjónustu.
 • Við kunnum að gera þér kleift að deila ákveðnu efni á þjónustunni með öðrum í gegnum samfélagsmiðla á borð við Facebook og Twitter og þessir miðlar kunna að veita verkfæri til að slíkt sé hægt á vefsvæði okkar.

Þessir þriðju aðilar kunna að safna eða fá ákveðnar upplýsingar um notkun þína á þjónustu okkar, þar á meðal með því að nota vefkökur og aðra tækni, og þessum upplýsingum kann að vera safnað með tímanum og þær sameinaðar við upplýsingar sem er safnað á öðrum vefsvæðum og netþjónustu, þar sem lög leyfa.

Google Inc. er einn þeirra þriðju aðila sem veitir okkur þjónustu. Líkt og mörg önnur vefsvæði notum við Google Analytics, sem er þjónusta sem veitir upplýsingar um hversu margir notendur koma í þjónustu okkar, hvenær þeir koma og hvernig þeir fara um þjónustuna. Google býður upp á viðbót fyrir vefvafra sem gerir notendum kleift að afþakka að leyfa Google Analytics að tilkynna vefsvæðum um gögn um heimsóknir þeirra. Nánari upplýsingar um viðbótina má finna hér.

Gagnasendingar á milli landa

Við kunnum að safna, senda, geyma, vinna úr og/eða birta upplýsingar þínar utan búsetulands þíns, í samræmi við þessa persónuverndarstefnu og viðeigandi lög (til dæmis gæti lagalegi grunnurinn fyrir sendingu upplýsinga komið frá stöðluðum samningsákvæðum eða samþykki). Hægt er að fá afrit af sendingarsamningum með því að hafa samband við okkur.

Eins og tekið var fram hér fyrir ofan kunnum við einnig að birta persónuupplýsingar þínar móttakendum sem eru staðsettir utan búsetulands þíns, í samræmi við þessa persónuverndarstefnu. Þessir móttakendur kunna að vera staðsettir í löndum á borð við Bandaríkin. Hafðu í huga að gagnavernd og önnur lög landa sem upplýsingarnar þínar kunna að vera sendar til eru mögulega ekki eins yfirgripsmikil og í þínu landi. Þegar við flytjum persónuupplýsingar þínar til móttakenda utan búsetulands þíns munum við vernda þær persónuupplýsingar eins og lýst er í þessari persónuverndarstefnu og í samræmi við viðeigandi gagnaverndarlög.

Varðveisla upplýsinga

Við kappkostum að gæta öryggis notkunar þinnar á þjónustu okkar. Við höfum gripið til stjórnsýslulegra, tæknilegra og eiginlegra ráðstafana til að varðveita persónuupplýsingar í okkar vörslu og verja gegn þjófnaði, tapi og óheimilum aðgangi, notkun, breytingum og birtingu. Hafðu þó í huga að ekki er hægt að tryggja algjörlega öryggi upplýsinga sem þú veitir á netinu og að þú veitir þær á eigin ábyrgð.

Tenglar á aðra þjónustu

Þjónusta okkar kann að hafa tengla á vefsvæði hlutdeildarfélaga okkar og á vefsvæði í eigu og undir stjórn þriðja aðila. Þessi önnur vefsvæði kunna að hafa eigin persónuverndarstefnur og er ekki stjórnað af þessari persónuverndarstefnu. Við berum enga ábyrgð á persónuverndaraðferðum eða efni þeirra vefsvæða sem eru í eigu og undirstjórn þriðju aðila. Önnur vefsvæði kunna að safna upplýsingum og fara með þær á annan hátt, svo við hvetjum þig til að lesa vandlega og fara yfir persónuverndarstefnurnar fyrir önnur vefsvæði sem þú ferð á.

Efni frá notendum og eiginleikar opinberra forstillinga

Þjónusta okkar kann öðru hverju að innihalda gagnvirk svæði þar sem notendur þjónustunnar geta sent inn ummæli eða annað efni (þar á meðal upplýsingar um notandann sem kunna að vera birtar í opinberri forstillingu notandans innan netsamfélags) sem gæti verið sýnileg öðrum. Notendur skulu hafa í huga að þegar persónuupplýsingar eru birtar sjálfviljugt í efni sem er sent inn eða birt, geta aðrir lesið og notað þær upplýsingar. Þetta gæti leitt til óumbeðinna skilaboða frá öðrum höfundum efnis eða aðilum. Við leggjum ekki fram neinar skuldbindingar varðandi öryggi eða notkun upplýsinga sem þú veitir af frjálsum vilja þegar þú sendir inn efni.

Tól til að deila efni með vinum

Þjónusta okkar kann öðru hvoru að innihalda deilingarforrit sem auðveldar þér að áframsenda upplýsingar eða efni frá þjónustu okkar til vina eða fjölskyldu í gegnum tölvupóst. Til að senda skilaboðin frá þér í tölvupósti kann forritið að biðja þig um að skrifa netfang móttakandans og/eða svipaðar upplýsingar (þar á meðal þitt netfang). Forritið notar þessar upplýsingar til að skrá sendanda fyrir skilaboðunum svo hægt sé að senda þau. Við kunnum að halda tímabundna skrá yfir þessar upplýsingar fyrir úrræðaleit og til að koma í veg fyrir svik. Í því tilfelli sem við bjóðum upp á umbun fyrir að hvetja til aðgerða af hálfu móttakandans (til dæmis ef þú færð verðlaun ef móttakandinn ákveður að skrá sig fyrir tilboði frá okkur eftir að hafa fengið tölvupóst frá þér) kunnum við einnig að geyma upplýsingarnar eins og til þar til að staðfesta að unnið hafi verið til umbunarinnar.

 

Persónuvernd barna

Þjónusta okkar er ekki ætluð börnum samkvæmt skilgreiningu viðeigandi laga og við biðjum ekki viljandi um upplýsingar frá börnum nema með samþykki forráðamanna þeirra. Ef við komumst að því að börn hafi veitt okkur persónuupplýsingar án samþykkis forráðamanna munum við eyða slíkum persónuupplýsingum tafarlaust. General Mills kann að bjóða upp á aðra þjónustu sem er ætluð í heild eða að hluta til fyrir börn og verklaginu sem gildir fyrir slíka þjónustu er lýst í persónuverndarstefnunni sem gildir fyrir þá þjónustu. General Mills gætir sérstaklega að persónuvernd barna. Við mælum einnig með að foreldrar fylgist með nethegðun barna sinna og læri á og noti hugbúnað eða önnur verkfæri sem geta hjálpað börnum að njóta skemmtunar á netinu án þess að leggja eigið öryggi í hættu eða gera þeim kleift að nota netið á hátt sem foreldra þeirra samþykkja ekki.

Nafnleysi og dulnefni

Þar sem það er mögulegt getur þú valið um að gefa ekki upp auðkenni þitt eða nota dulnefni þegar þú átt samskipti við okkur, nema okkur sé skylt samkvæmt lögum eða dómstólum að eiga samskipti við einstaklinga sem hafa auðkennt sig eða ef það er óhagkvæmt okkur að eiga samskipti við þig ef þú hefur ekki gefið upp auðkenni þitt.

Breytingar á persónuverndarstefnunni

Okkur er heimilt að breyta þessari persónuverndarstefnu eða skipta henni út eftir því sem okkur hentar og á hvaða tíma sem er. Komdu aftur hingað öðru hvoru til að tryggja að þú vitir af uppfærslum eða breytingum á þessari persónuverndarstefnu. Áframhaldandi notkun þín á eða aðgangur að þjónustu okkar og meðhöndlun okkar á upplýsingum þínum almennt eru háð þeirri útgáfu persónuverndarstefnunnar sem er í gildi þegar sú notkun, aðgangur eða meðhöndlun átti sér stað. Allar uppfærslur eða breytingar á þessari persónuverndarstefnu verða tilkynntar á aðalvefsvæði okkar (eða á samsvarandi aðalvefsvæði í þinni lögsögu).

STJÓRN ÞÍN Á UPPLÝSINGUM ÞÍNUM; NÝTING RÉTTINDA OG VALKOSTA

Kvörtun vegna brota á persónuvernd

Ef þú telur að við höfum ekki uppfyllt skyldur okkar við meðhöndlun á persónuupplýsingum þínum geturðu lagt fram kvörtun með því að skrifa til okkar á staðinn sem er tilgreindur hér fyrir neðan og við munum reyna að veita þér staðfestingu um hvernig við áformum að bregðast við kvörtuninni um leið og sanngjarnt má telja mögulegt. Ef þú ert ekki sátt(ur) við viðbrögð okkar við kvörtuninni getur þú lagt fram kvörtun til viðeigandi persónuverndarstofnunnar í búsetulandi þínu.

Meiri upplýsingar um réttindi þín

Þú hefur alltaf rétt á að fara yfir og uppfæra upplýsingarnar sem þú veittir okkur áður á þessu vefsvæði. Þú getur haft samband við okkur með því að nota upplýsingarnar sem má finna í kaflanum „Hvernig hafa á samband við okkur“ hér á eftir til að breyta upplýsingunum eða til að biðja okkur um að láta fjarlægja þig af listanum yfir viðtakendur fréttabréfa í tölvupósti. Í öllum fréttabréfum í tölvupósti frá okkur má einnig finna „hætta áskrift“ tengil sem hægt er að smella á til að hætta áskrift að frekari fréttabréfum í tölvupósti frá því General Mills vörumerki eða hópi.

Auk réttinda þinna til að fá upplýsingar um gagnaaðferðir okkar, þar a meðal með hvaða aðilum við höfum deilt upplýsingum þínum, áttu einnig rétt á að biðja um aðgang að upplýsingum (þar á meðal um að fá afrit af persónuupplýsingum) sem við geymum um þig og að biðja okkur um að leiðrétta villur í þeim upplýsingum (háð ákveðnum undantekningum í viðeigandi lögum).

Eftir því sem viðeigandi lög leyfa gætir þú einnig átt rétt á að láta eyða upplýsingum, loka reikningum þínum, takmarka úrvinnslu með því að biðja um að gera upplýsingarnar þínar nafnlausar, láta loka á eða eyða gögnum, draga samþykki þitt til baka fyrir úrvinnslu í framtíðinni, gagnaflutningi og rétt á að mótmæla ákveðinni úrvinnslu á upplýsingum þínum, þar með talin úrvinnslu sem er framkvæmd í trássi við viðeigandi lög.

Ef þú vilt leggja fram beiðni í tengslum við þessi réttindi skaltu hafa samband við þjónustuver okkar með því að nota upplýsingarnar sem eru tilgreindar hér á eftir.

Við gætum krafist þess að þú staðfestir auðkenni þitt og tilgreinir hvaða upplýsingar þú þarft áður en við ljúkum við beiðnina. Við munum bregðast við beiðni þinni innan sanngjarns tíma og í samræmi við viðeigandi gagnaverndarlög. Mögulega geta komið upp tilfelli þar sem beiðni um að fá aðgang að, fá í hendur, breyta eða koma í veg fyrir notkun á persónuupplýsingum um þig er hafnað. Slík tilfelli gætu til dæmis verið þar sem aðgangur að upplýsingunum gæti haft ósanngjörn áhrif á persónuvernd annarra. Í þessum tilfellum munum við segja þér frá ástæðunum fyrir höfnuninni.

Val á vefkökum

Eins og lýst er í kaflanum „Tilkynning um vefkökur“ hér fyrir neðan í þessari persónuverndarstefnu, nota þriðju aðilar margs konar vefkökur og álíka tækni (kallaðar sameiginlega „vefkökur“ til að einfalda málið) til að safna upplýsingum á vefsvæðum okkar í þeim viðskiptatilgangi sem lýst er hér fyrir ofan, þar á meðal til að veita okkur greiningarþjónustu og birta auglýsingar á vefsvæðum okkar og annars staðar byggt á netvirkni notenda með tímanum og á ólíkum vefsvæðum, þjónustu og tækjum (svokallaðar „nethegðunarauglýsingar“ eða „miðaðar auglýsingar“)

Eins og krafist er af viðeigandi lögum verða kökur og álíka tækni eingöngu notaðar með upplýstu samþykki þínu, nema þær séu nauðsynlegar til að veita þér þjónustuna sem þú baðst um.

Þú getur stjórnað vefkökum og/eða slökkt á þeim að vild og við erum stolt af því að geta boðið þér upp á margvíslegar leiðir til að taka ákvarðanir um vefkökur.

Aðalleiðin til að gera þetta er að fara í kjörstillingar fyrir vefkökur sem við höfum búið til fyrir öll vefsvæði okkar (sem hægt er að fara á með því að smella á tengilinn „Breyta vefkökustillingum“ neðst á hverri vefsíðu, nálægt tenglinum fyrir persónuverndarstefnuna). Í kjörstillingunum er hægt að taka ákvarðanir um margs konar vefkökur, þar á meðal vefkökur sem stýra miðuðum auglýsingum þriðju aðila og aðrar kökur sem við (eða þriðju aðilar) kunnum að nota á því vefsvæði, þar sem við á. Sum vefsvæði okkar gæti einnig innihaldið beint miðaðar auglýsingar. Þessar auglýsingar eru birtar frá Google. Smelltu hérna ef þú vilt takmarka notkun Google á upplýsingum sem það fær með því að birta miðaðar auglýsingar á þessum vefsvæðum.

Hvernig hafa á samband við okkur

Hafðu samband við okkur ef þú hefur einhverjar spurningar eða áhyggjur varðandi þessa persónuverndarstefnu eða söfnun, geymslu, notkun eða birtingu á persónuupplýsingum þínum eða ef þú vilt leggja fram kvörtun vegna brota á friðhelgi þinni.

Einnig er hægt að hafa samband við okkur í gegnum símanúmerið 568 1234 eða með því að senda bréfpóst til:

Nathan & Olsen,
Klettagörðum 19,
104 Reykjavík

ÞÚ STAÐFESTIR AÐ ÞÚ HAFIR LESIÐ OG SKILIÐ UPPLÝSINGARNAR Í ÞESSARI STEFNU OG AÐ FYRIRTÆKIÐ HAFI UPPFYLLT SKYLDUR SÍNAR UM AÐ UPPLÝSA NEYTENDUR Í SAMRÆMI VIÐ VIÐEIGANDI LÖG.

 

 

Tilkynning um vefkökur

Þessi tilkynning um vefkökur gildir fyrir vefsvæði okkar og farsímaforrit. Lestu þessa tilkynningu um vefkökur vandlega og hafðu samband ef þú vilt spyrja út í eitthvað með því að nota samskiptaupplýsingarnar sem eru tilgreindar hér fyrir ofan.

Við (og þriðju aðilar sem veita efni, auglýsingar eða virkni í þjónustu okkar) kunnum að nota vefkökur og aðra tækni til að liðka fyrir stjórnun og umferð á vefsvæðinu, til að skilja betur og bæta þjónustu okkar, til að ákvarða og bæta auglýsingarnar sem eru birtar þér hérna eða annars staðar og til að veita þér fullnægjandi netupplifun. Við veitum nánari upplýsingar um þessa tækni hér fyrir neðan.

Vefkökur

„Vefkökur“ eru litlar skrár sem eru geymdar í tækinu þínu. Skrárnar innihalda einkvæmt auðkenni og vistfang eða aðrar upplýsingar um vefsvæðið sem þú ferð á.

Sumar vefkökur eru nauðsynlegar til að þú getir farið um þjónustu okkar og notað eiginleika hennar, til dæmis til að fara inn á örugg svæði. Aðrar vefkökur safna upplýsingum um hvernig gestir nota þjónustuna (til dæmis hvaða síður gestir heimsækja oftast og hvort þeir fái villuskilaboð frá vefsíðum). Þegar þessar upplýsingar eru notaðar með upplýsingum sem er safnað þegar þú skráir þig inn á vefsvæði, gera vefkökur okkur kleift að bjóða þig velkomin(n) aftur á vefsvæðið eða bjóða upp á bættari og persónumiðaðri eiginleika. Vefkökur gætu einnig verið notaðar fyrir okkar hönd af þriðju aðilum sem hafa umsjón með auglýsingum frá okkur á öðrum vefsvæðum til að við getum lært hvaða auglýsingar lokka gesti á vefsvæði okkar og til að bæta netauglýsingar okkar að öðru leyti eða gera þær hnitmiðaðri.

Flestir vefvafrar samþykkja kökur sjálfkrafa, en hægt er að stilla þá á að gera það ekki eða tilkynna notandanum um þegar vefkaka er send. Lestu hjálparvalmyndina í vafranum þínum til að læra hvernig eigi að slökkva á vefkökum, ef þú vilt gera það. Athugaðu að ef þú slekkur á vefkökum er mögulegt að þú getir ekki fengið aðgang að ákveðnum sérsniðnum eiginleikum í þjónustu okkar.

Önnur eftirlitstækni

Margvísleg önnur eftirlitstækni er einnig notuð, svo sem vefvitar, pixlar og merki. Þetta eru stuttir kóðar sem eru settir á vefsíðu, tölvupóst eða auglýsingu. Þegar þú ferð á vefsíðu með þannig tækni kemurðu á sambandi við vefþjón sem safnar ákveðnum upplýsingum um tölvuna þína eða tækið. Þessar upplýsingar geta meðal annars verið IP-talan þín, tegund vefvafra, tegund stýrikerfis og auðkenni sem hafa verið vistuð í vefkökum. Við (og þriðju aðilar) kunnum að nota þessa tækni til að telja fjölda gesta á vefsvæði okkar og til að þekkja notendur í gegnum einkvæm auðkenni vistuð í vefkökum sem við höfum sent í tölvuna eða tækið þeirra. Aðgangur að þessum auðkennum gerir okkur kleift að veita persónusniðna upplifun á vefsvæðum okkar. Við kunnum einnig að nota svipaða tækni og þessa í auglýsingum eða tölvupóstum til að ákvarða hvernig brugðist er við þeim.

Til að gæta jöfnuðar í þessari „tilkynningu um vefkökur“ teljum við alla þessa tækni með í almenna hugtakinu „vefkökur".

Vefkökuflokkar og réttindi þín

Eins og kom fram í undanförnum málsgreinum eru vefkökur notaðar í margs konar tilgangi. Sumar vefkökur eru „stilltar“ (sendar í vefvafrann þinn) af okkur. Þær kallast „vefkökur fyrsta aðila“. Aðrar vefkökur, sem kallast „vefkökur þriðja aðila“ eru stilltar af þriðju aðilum sem hafa heimild til þess á vefsvæði okkar.

Eins og krafist er með viðeigandi lögum verða kökur og álíka tækni eingöngu notaðar með upplýstu samþykki þínu, nema þær séu nauðsynlegar til að veita þér þjónustuna sem þú baðst um.

Þú getur stjórnað vefkökum og/eða slökkt á þeim að vild og við erum stolt af því að geta boðið þér upp á margvíslegar leiðir til að taka ákvarðanir um vefkökur.

Aðalleiðin til að gera þetta er að fara í kjörstillingar fyrir vefkökur sem við höfum búið til fyrir öll vefsvæði okkar (sem hægt er að fara á með því að smella á tengilinn „Breyta vefkökustillingum“ neðst á hverri vefsíðu, nálægt tenglinum fyrir persónuverndarstefnuna). Í kjörstillingum fyrir vefkökur er hægt að finna lýsingar á hverjum vefkökuflokki (svipaðar lýsingunum hér á eftir) og síðan geturðu valið um að samþykkja eða hafna ákveðnum vefkökuflokkum ef þú óskar þess (fyrir utan að þú getur ekki valið um að afþakka kökur sem falla undir flokkinn „stranglega nauðsynlegar“, vegna þess að vefsvæðið okkar virkar ekki rétt án þeirra).

Vefkökurnar á vefsvæðum okkar eru í eftirfarandi flokkum:

 • Stranglega nauðsynlegar vefkökur
  Þessar vefkökur eru nauðsynlegar til að vefsvæðið virki og ekki er hægt að slökkva á þeim í kerfinu í gegnum kjörstillingar fyrir vefkökur. Þessar vefkökur eru yfirleitt einungis stilltar til að svara beiðni þinni um þjónustu, svo sem til að stilla kjörstillingar þínar fyrir persónuvernd, fyrir innskráningu, til að fylla út í eyðublöð og fara á örugg svæði á vefsvæðinu. Þú getur stillt vefvafrann á að loka á þessar vefkökur eða tilkynna þér um þær, en þá munu ákveðnir hlutar vefsvæðisins ekki virka.
 • Greiningarkökur
  Þessar vefkökur gera vefsvæðinu kleift að safna upplýsingum um hvernig þú notar vefsvæðið, þar á meðal hvaða hvaða síður þú heimsækir oftast og hvort ákveðnar síður sendi þér villuskilaboð. Þessar vefkökur hjálpa okkur að bæta þjónustu okkar. Ef lokað er á þessar vefkökur eða slökkt á þeim gæti vefsvæðið virkað verr og mögulega verður ákveðin þjónusta frá okkur ekki tiltæk fyrir þig.
 • Starfrænar vefkökur
  Starfrænar vefkökur gera vefsvæðinu kleift að muna upplýsingar, svo sem kjörtungumál þitt, sem hægt er að nota til að sérstilla upplifun þína á vefsvæði okkar. Einnig er hægt að nota þessar vefkökur til að veita þér upplýsingar sem tengjast þínu svæði og þær gætu hjálpað þér að sérsníða útlit vefsvæðisins. Ef lokað er á þessar vefkökur eða slökkt á þeim gæti vefsvæðið virkað verr og mögulega verður ákveðin þjónusta frá okkur ekki tiltæk fyrir þig.
 • Miðunarvefkökur
  Miðunarvefkökur eru notaðar af aðilum sem sjá um að birta auglýsingar frá öðrum fyrirtækjum á vefsvæðum okkar eða sem sjá um að ákvarða hvaða auglýsingar frá okkur (eða auglýsingar frá öðrum aðilum) birtast þér á vefsvæðum þriðju aðila. Þessar vefkökur safna upplýsingum um virkni þína á netinu, svo sem hvaða auglýsingar þú hefur séð eða hvaða vefsvæði eða vefsíður þú hefur farið á til að draga ályktanir um hvaða auglýsingar gætu verið viðeigandi fyrir þig. Þessar upplýsingar eru síðan notaðar til að sýna þér miðaðar auglýsingar (stundum kallaðar „áhugamiðaðar auglýsingar“ eða „nethegðunarauglýsingar“) sem gætu verið mest viðeigandi fyrir þig, einnig þegar þú ferð á önnur vefsvæði sem eru ekki í okkar eigu. Ef lokað er á þessar vefkökur eða slökkt á þeim gæti vefsvæðið virkað verr og mögulega verður ákveðin þjónusta frá okkur ekki tiltæk fyrir þig.

  Þó svo að þessar vefkökur geti breyst öðru hvoru verða þær almennt takmarkaðar við flokkana sem eru tilgreindir hér fyrir ofan.

  Hvað varðar lokaflokkinn sem lýst er hér fyrir ofan (miðunarvefkökur), bjóðum við upp á aðra leið til að afþakka og/eða draga samþykki til baka fyrir þessum vefkökum þar sem við á, fyrir utan kjörstillingar fyrir vefkökur. Kjörstillingar fyrir vefkökur eiga við um vefkökurnar sem eru stilltar á vefsvæði okkar en hafa ekki áhrif á aðrar kökur í netheiminum. Einnig er hægt að afþakka allar miðunarkökur almennt. Þar sem við á getur þú dregið til baka samþykki fyrir miðunarvefkökum með því að smella hérna (smelltu hérna ef þú býrð í Kanada, smelltu hérna ef þú býrð í Brasilíu).

Þar sem við á, geturðu notað þetta síðastnefnda kerfi til að afþakka miðunarkökur frá breiðum hópi þriðju aðila á öllum vefsvæðum, ekki bara okkar. Hafðu þó í huga að þetta afþökkunarferli byggir sjálft á vefkökum. Með öðrum orðum, ef þú afþakkar, er vefkaka stillt í vafranum þínum sem upplýsir þessa þriðju aðila um að þeir megi ekki nota vefkökur hjá þér fyrir miðaðar auglýsingar. Þar af leiðandi ef þú eyðir vefkökum úr vafranum þínum (eins og margt fólk gerir reglulega) mun afþökkun þín glatast þar til þú afþakkar aftur.

Útgáfa: Cookie 1.0