Persónuverndarstefna General Mills
Gildisdagur: Maí 2018

General Mills er stollt af því að geta markaðssett ýmis vörumerki sem njóta trausts út um allan heim. Við erum meðvituð um að til að viðhalda trausti þínu þurfum við að vernda friðhelgi einkalífs þíns - okkur er mjög umhugað um einkalíf þeirra er nota vefsíður okkar, síður og forrit á samfélagsmiðlum þriðja aðila sem og tölvupóst og símaforrit (sem ásamt öllum miðlum sem snúa að þessari persónuverndarstefnu eru kölluð "þjónusta" okkar).

Þessi persónuverndarstefna útskýrir verklagsreglur okkar valkosti varðandi persónuupplýsingar sem þú sem notandi þjónustu okkar, getur valið fyrir öflun, notkun og dreifingu á persónuupplýsinga um þig.

Upplýsingar sem við söfnum

Við kunnum að safna upplýsingum um þig (og tækið sem þú notar til að fá aðgang að þjónustu okkar) á mismunandi hátt:

Þú gætir látið þær okkur beint í té

Þú gætir valið að leyfa þriðja aðila, t.d. samfélagsmiðlaþjónustu, að deila upplýsingunum með okkur

Við kunnum að safna öðrum upplýsingum þegar þú notar eða nýtir aðgang þinn að þjónustu okkar, eða þegar þú skoðar auglýsingar okkar á netinu

Við kunnum að safna aukalegum upplýsingum um þig þar sem lög heimila

Ef við getum ekki safnað upplýsingum um þig, þá gæti það aftrað okkur frá því að láta þér í té vörur og þjónustu sem þú biður um. Frekari upplýsingar um þessar leiðir til upplýsingasöfnunar er beint hér fyrir neðan

Upplýsingar sem þú lætur okkur beint í té

Þegar þú nýtir aðgang þinn að og notar þjónustu okkar eða hefur samskipti við okkur á annan hátt kannt þú að láta okkur eftirfarandi upplýsingar í té þ.m.t. (en ekki einungis):

Samskiptaupplýsingar (svo sem netfang, póstfang, símanúmer og svo framvegis)

Notendanafn og lykilorð

Lýðfræðiupplýsingar (svo sem aldur eða fæðingardagur, kyn, sambúðarstaða, barnafjöldi eða önnur einkenni)

Kreditkorta- eða aðrar greiðsluupplýsingar

Samskiptaupplýsingar fjölskyldumeðlimi eða annarra

Allar upplýsingar sem þú kýst að láta okkur í té um þig, fjölskyldu þína eða aðra

Aðrar upplýsingar sem okkur kann að vanta frá degi til dags til að geta veitt þér þjónustu okkar, þar með taldar upplýsingar sem samkvæmt gildandi persónuverndarlögum geta talist viðkvæmar persónuupplýsingar.

Upplýsingar um samfélagsmiðla

Ef þú kýst að nota aðgang þinn eða að nota samfélagsmiðla þriðja aðila (t.d. Facebook eða Twitter), kunnum við aðfá persónuupplýsingar um þig sem þú hefur látið þessum aðilum í té, þar með taldar upplýsingar um tengiliði þína á þessum miðlum.

Til dæmis, heimila sumir samfélagsmiðlar þér að deila efni úr þjónustu okkur til tengiliða þinna eða til að láta okkur í té upplýsingar um tengiliði þína til að þú getir tengst þeim í gegnum þjónustu okkar. Sumir samfélagsmiðlaþjónustuaðilar munu einnig auðvelda þér skráningu eða innskráningu í þjónustu okkar eða bæta eða persónugera notendareynslu þína í þjónustu okkar.

Ákvörðun þín um að nota samfélagsmiðlaþjónustuna verður alltaf valfrjáls. Hinsvegar ættir þú að vera viss um að þú sért sáttur við hvaða upplýsingar þessir samfélagsmiðlar kunna að láta þjónustu okkar í té með því að heimsækja persónuverndarstefnu þessara miðla.

Upplýsingar sem við söfnum þegar þú nýtir aðgang þinn að eða notar þjónustu okkar, eða þegar þú skoðar auglýsingar okkar á netinu

Þegar þú nýtir aðgang þinn að eða nýtir þjónustu okkar, eða þegar þú skoðað auglýsingar okkar á netinu, gætum við notað vefkökur, vefvita eða aðra tækni til að safna upplýsingum um tölvu þína eða tæki þitt eða athafnir þínar á Netinu. Eftirfarandi eru upplýsingar um annarskonar upplýsingar sem við söfnum á þennan hátt:

Tegund tækis (t.d. borðtölva, spjaldtölva eða sími)

Tegund vafra (t.d. Internet Explorer)

Stýrikerfi (t.d. Windows)

IP-tala, MAC-heimilisfang, auðkenni tækis eða aðrar upplýsingar

Vefsíður eða þjónusta á netinu sem þú heimsækir fyrir eða eftir þjónustu okkar

Samspil þitt við þjónustu okkar (t.d. slóðir sem þú ýtir á og hluti sem þú skoðar)

Hvort þú opnir eða áframsendir tölvupósta eða ýtir á hluti í þessum tölvupóstum

Upplýsingar sem við kunnum að safna af öðrum stöðum

Við kunnum að safna upplýsingum um þig af öðrum stöðum, þar sem slíkt er heimilað samkvæmt lögum, svo sem opinberum gagnagrunnum, öðrum vörumerkjum eða öðrum félögum innan General Mills samsteypurnar, eða af öðrum stöðum innan atvinnulífsins. Við kunnum einnig að safna upplýsingum um þig frá þriðja aðila sem við ráðum til að veita þér þjónustu af okkur hálfu, þar með talið (án einskorðunar við) þriðju aðila sem sjá um þjónustu við, fyrirspurnir eða markaðssetningu frá eða til viðskiptavina.

Þessar upplýsingar kunna að vera:

Samskiptaupplýsingar (svo sem netfang, póstfang, símanúmer)

Notandanafn á samfélagsmiðlum

Aldur eða fæðingardag

Kyn

Lýðfræðilegar upplýsingar

Tekjustig

Kauphegðun

Áhugamál, tómstundir og val á vörum

Samspipti við fjölmiðla eða auglýsingar

Opinberlega birtar aðgerðir (t.d. blogg eða birtingar á netinu)

Aðrar upplýsingar sem safnað hefur verið af öðrum vörumerkjum eða félögum innan General Mills samsteypurnar

Aðrar upplýsingar sem við getum notað til að bæta markaðssetningu okkar.

Sumar af þessum upplýsingum gætu talist viðkvæmar samkvæmt gildandi upplýsingaverndarlögum. Vinsamlegast athugið að hluti eða allar þær upplýsingar sem við söfnum eða komumst yfir gæti verið hægt að sameina eða tengja (af okkur eða þriðju aðilum sem þjónusta okkur) í þeim tilgangi sem lýst er í persónuverndarstefnunni, þar með talið til að hjálpa okkur til að sérsníða hvernig við höfum samskipti við þig og til að bæta vörur okkar, þjónustu og markaðssetningu.

Hvernig notum við þessar upplýsingar

Við getum safnað, haldið og notað persónulegar upplýsingar í þeim tilgangi sem lýst er hér að neðan (nema ef annars er krafist af lögum):

til að hafa samskipti við þig í sambandi við vörur okkar, þjónustu og tilboð. Athugaðu að ef þú vilt ekki fá sent markaðsupplýsingaefni frá okkur, getur þú tilkynnt okkur um það með því að nota samskiptaupplýsingarnarhér að neðan;

til að láta þér aðrar upplýsingar, þjónustu, vörur í té eða annað efni sem þú biður um og gætir haft áhuga á;

til að sérsníða upplifun þína (til að veita þér viðeigandi auglýsingar á þjónustu okkar og annars staðar);

til að stýra og bæta síður okkar, vörur og þjónustuframboð;

til að stýra okkar innra kerfi og til að stjórna sambandi okkar við þig; og

í öðrum tilgangi sem af skynsemisrökum kann að þykja nauðsynlegt í sambandi við hefðbundna starfsemi okkar og rekstur.

Sem dæmi er hægt að nefna sértaklega nokkrar leiðir sem við notum þessar upplýsingar:

til að skrá eða fá tölvupóst eða aðrar upplýsingar eða efni sem þú biður um

til að skrá þig í keppni, getraun eða annað tilboð

til að skrá þig til að fá tölvupóst, afslátt, tilboð, vörusýni, eða annað efni

til að búa til og stjórna notenda- eða meðlimareikningi þínum í þjónustu okkar (eða reikningi þínum til að birti efni á þjónustu okkar)

til að láta þér þjónustu eða tilboð sem þú hefur beðið um

til að svara ef þú hefur samband við þjónustu okkar við viðskiptavini

til að vinna úr greiðslu þinni fyrir kaup eða aðra þjónustu

til að skilja betur hverjir nota þjónustu okkar

til greina hvernig vörur okkar, þjónusta og vefsíður eru skoðaðar og notaðar

til að auðvelda okkur þróun á nýjum vörum, þjónustu og vefsíðum

til að stýra skoðanakönnunum og öðrum rannsóknum og greiningu

til að skila auglýsingum og samskiptum sem eru betur sérsniðin að áhugamálum þínum

til að auðvelda okkur að auglýsa

til að veita öryggi og vernda gegn svikum

til að framfylgja notendaskilmála okkar, samfélagsreglum og öðrum lögbundnum réttindum

Við munum ekki senda þér markaðsefni í tölvupósti nema þú hafir sérstaklega samþykkt að fá slíkt efni frá okkur. Ef þú skráir þig til að fá þessa tölvupósta, munt þú alltaf hafa tækifæri til að "afskrá" þig fyrir frekari markaðstengdum skilaboðum frá vörumerki General Mills eða samsteypunni.

Hvernig við geymum upplýsingar

Við geymum þær upplýsingar sem við söfnum í stafrænu formi og/eða á pappír. Við geymum upplýsingar eins lengi og skynsamlegt þykir þurfa í samræmi við þann tilgang sem þeim var safnað fyrir eða eins lengi og þörf er á af lagalegum ástæðum. Við eyðum upplýsingum eins fljótt og auðið er eftir gilda beiðni um slíkt eða við lok þess tímabils sem lýst er hér að ofan, hvort sem kemur fyrr.

Hvernig við notum vefkökur, vefvita og svipaða tækni

Við (og þriðju aðilar sem birta efni, auglýsingar eða sjá um ákveðna virkni á þjónustu okkar) kunnum að nota vefkökur, vefvita og svipaða tækni til að auðvelda vefsíðustjórnun og vafr um vefsíður; til að auka skilning og bæta þjónustu okkar; til að skilgreina og bæta auglýsingar sem þér eru sýndar hér og annars staðar; og til að veita þér ánægjuríka upplifun á netinu.

Við veitum frekari upplýsingar um þessa tækni hér að neðan.

Almenn lýsing á "vefkökum" og "vefvitum"

"Vefkökur" eru litlar skrár sem eru settar í tölvu þína eða tæki þegar þú heimsækir heimasíðu. Vefkökur er hægt að nota til að vista einkvæmt auðkennisnúmer sem er tengt tölvu þinni eða tæki svo að hægt sé að auðkenna þig sem sama notenda þegar þú notar vafrann oftar en einu sinniog á fleiri en einni vefsíðu.

Sumar vefkökur eru nauðsynlegar til þess að þú getir ferðast um þjónustu okkar og notað það sem hún hefur uppá að bjóða, t.d. fá aðgang að öruggu svæði. Aðrar vefkökur safna upplýsingum um hvernig gestir nota þjónustuna (til dæmis, hvaða síðu gestur heimsækir oftast og hvort þeir fái villumeldingu frá þessum vefsíðum). Þegar þessum upplýsingum er skeytt saman við þær upplýsingar sem þú gafst þegar þú skráðir þig á vefsíðuna, geta vefkökur gert okkur kleift að bjóða þig velkominn til baka á síðuna og að veita þér bætta persónulegri notendamöguleika. Vefkökur er einnig hægt að nota af þriðju aðilum af okkar hálfu til að stýra auglýsingum á öðrum heimasíðum til að gera okkur kleift að sjá hvaða auglýsingar fá gesti til að heimsækja heimasíður okkar og til að bæta hnitmiðaða markaðssetningu á netinu.

Flestir vafrar taka á móti vefkökum sjálfkrafa, en hægt er að stilla þá til að gera það ekki eða til að láta notanda vita þegar vefkaka er send til þeirra. Ef þú vilt óvirkja vefkökur skaltu skoða hjálp í vafranum til að læra hvernig hægt er að óvirkja vefkökur. Vinsamlegast athugið að ef þú óvirkjar vefkökur, getur þú e.t.v. ekki haft aðgang að sérsniðnum notendamöguleikum á þjónustu okkar.

"Vefvitar" og svipuð tækni eru smáar eða gegnsæjar myndir sem til dæmis heimila okkur og þriðju aðilum að telja fjölda notenda sem heimsóttu tiltekna síðu eða að hafa aðgang að ákveðnum vefkökum. Þegar þú ferð inn á slíka síðu sem inniheldur vefvita býrð þú til samskiptaleið við vefþjóninn sem safnar sérstökum upplýsingum um tölvuna þína eða tækið. Þessar upplýsingar geta innihaldið IP-tölu þína, tegund vafra, stýrikerfi, og auðkenni sem hafa verið geymd í vefkökum. Við kunnum að nota vefvita á þjónustunni til að telja fjölda gesta á þjónustunni og til að þekkja notendur með að hafa aðgang að einkvæmum auðkennum sem geymdir eru í vefkökum sem settar hafa verið inn á tölvur þeirra og tæki. Aðgangur að þessum auðkennum gerir okkur kleift að veita sérsniðna upplifun þína á þjónustu okkar. Við kunnum að setja vefvita í auglýsingar og í tölvupósta til að skilgreina hvernig þetta virkar.

Vefkökur fyrir auglýsingar á Netinu fyrir ákveðin hegðunarmynstur

Þriðju aðilar sem fást við að þjónusta önnur fyrirtæki sem auglýsa á þjónustu okkar eða sem fást við að ákvarða hvaða auglýsingar eru sýndar á vefsíðum þriðja aðila, gætu notað vefkökur til að safna upplýsingum um aðgerðir þínar á Netinu, hvaða auglýsingar þú hefur séð eða vefsíðurnar sem þú hefur heimsótt til að draga ályktanir um hvaða auglýsingar gætu skipt þig máli.

Þessir þriðju aðilar gætu notað þær upplýsingar sem safnað er í gegnum þessar vefkökur til að sýna þér auglýsingar sem þeir telja að skipti þig mestu máli þegar þú heimsækir heimasíður sem tilheyra okkur. Þessi aðferð er kölluð "markmiðaðar auglýsingar." eða "auglýsingar á netinu fyrir ákveðin hegðunarmynstur."

Fyrir viðbótarupplýsingar um þær tegundir vefköku sem við notum vinsamlegast ýtið hér.

Önnur notkun staðbundinnar geymslu og einkvæmra auðkenna

Við (og þriðju aðilar sem birta efni, auglýsingar eða virkni á þjónustu okkar) kunna einni að nota aðra tegund staðbundinnar geymslutækni sem virkar á svipaðan hátt og vefkökur, svo sem staðbundna deilda hluti (einnig þekkt sem "blossavefkökur") og HTML5 staðbundna geymslu. Þessi tækni svipar til vefkakna að því leiti að hún nýtir geymslu á tæki þínu til að auðkenna tæki þitt í gegnum ólík skipti og þjónustu. Vinsamlegast athugið að þessi tækni getur nýtt ólíka hluta tækisins en vefkökur gera svo þú getur ef til vill ekki stjórnað þeim með hefðbundnum stillingum í vafra þínum. Fyrir upplýsingar um hvernig eigi að óvirkja eða eyða upplýsingum sem innihalda blossavefkökur, vinsamlegast ýtið hér.

Þess að auki, í samræmi við vafrann eða tækið sem þú notar, kunnum við (sem og þriðju aðilar sem birta efni, auglýsingar eða sjá um virkni á þjónustu okkar) að fá auðkenni fyrir vafra þinn eða tæki sem hægt er að nota í svipuðum tilgangi og vefkökur og vefvita. Þessi auðkenni eru ekki búin til af þjónustunni sem þú notar heldur af fyrirtækjum sem gera hugbúnað sem tæki þitt eða vafri notar. Til dæmis ef þú notar þjónustu okkar með iPhone, getur fengið tímabundið auðkenni sem kallast "Auðkenni fyrir auglýsendur" (eða "IDFA"). Í friðhelgistillingum iPhone símans getur þú "endurstillt" þetta auðkenni sem þýðir að annað auðkenni verður sent næst þegar þú heimsækir þjónustu okkar.

Ef þú ert á Evrópska efnahagssvæðinu munu vefkökur aðeins vera notaðar eftir að samþykki er veitt, nema ef vefkökur eru nauðsynlegur hluti af þjónustu sem þú biður um. Þar sem við á getur þú dregið samþykki þitt til baka með því að heimsækja http://youronlinechoices.eu/

Hvernig við deilum upplýsingum með öðrum

Við kunnum að safna og deila upplýsingum sem við söfnum með eftirfarandi aðilum í sambandi við þann tilgang sem útlistað er hér að ofan, þar með talin þau sem geta verið staðsett í Bandaríkjunum eða öðrum löndum en því landi sem þú ert búsettur í:

Hlutdeildarfélög. Við kunnum að deila upplýsingunum innan samsteypunnar meðal marga félaga og innan fjölskyldu eignatengdra félaga.

Þjónustuveitendur, auglýsendur og ráðgjafar. Við kunnum að deila upplýsingum með þriðju aðilum sem veita þjónustu af okkar hálfu og þriðju aðilum sem veita okkur þjónustu. Þessi aðilar mega aðeins nota upplýsingarnar í sambandi við þá þjónustu sem þeir veita fyrir okkur eða til okkar. Sumir þjónustuaðilar kunna að taka þátt í umsjá og þar sem lög leyfa uppbyggingu gagnagrunna okkar.

Aðrir aðilar þegar slíks er krafist af lögum eða þegar það er nauðsynlegt til að vernda notendur okkar og þjónustu. . Við kunnum einnig að láta þriðju aðilum upplýsingar í té til að:

vernda lagaleg réttindi okkar sem og réttindi notenda á þjónustu okkar eða annarra;

vernda öryggi þjónustunnar, notenda okkar eða annarra;

rannsaka brot á lögum og til að koma í veg fyrir svindl; eða

til að framfylgja lögum í öllum lögsögum sem við stundum viðskipti í eða ef við erum krafðir um að láta þær frá okkur samkvæmt dómi, öðrum einstaklingi eða aðila sem hefur vald til að krefjast slíkra upplýsinga, beðnir um að svara lagalegu ferli eða biðja um samstarf af stjórnvaldsaðila, hvort sem lög kveða þar á um eður ei (í samræmi við staðbundin lög).

Aðilar í sambandi við fyrirtækjaviðskipti.Við áskiljum okkur rétt til að opinbera allar upplýsingar sem við höfum um þig ef við seljum, sameinumst eða framseljum á annan hátt hluta af viðskiptum okkar eða eignum til þriðja aðila (eða bjóðumst til þess) eða ef svo ólíklega vill til að gjaldþrot eða annað því um líkt komi upp. Í annars konar tilfellum munum við ekki selja lista yfir samskiptaupplýsingar viðskiptavina til fyrirtækja sem eru ekki tengd okkur fjárhagslega vegna markaðssetningu þeirra.

Að öðru leyti með samþykki þínu þar sem slíkt er heimilað af lögum. Auk þeirrar deilingar sem lýst er og leyfð er samkvæmt þessari persónuverndarstefnu, kunnum við að deila upplýsingum um þig með þriðja aðila ef þú samþykkir slíkt eða þegar slíkt er heimilað samkvæmt lögum.

Þriðju aðilar sem sjá um efni, auglýsingar eða virkni á þjónustu okkar

Sumt af efninu, auglýsingunum og virkninni á þjónustu okkar er ef til vill í umsjá þriðju aðila sem eru ekki eignatengdir okkur. Til dæmis:

Ákveðnir þriðju aðilar kunna að nota auglýsingar eða skrásetja hvaða auglýsingar notendur sjá, hversu oft þeir sjá þessar auglýsingar og hvað þeir gera í sambandi við þær. Þessir þriðju aðilar kunna að nota vefkökur, vefvita eða svipaða tækni til að veita þessa þjónustu.

Við kunnum að gera þér kleift að deila ákveðnu efni á þjónustunni með öðrum í gegnum samfélagsmiðla svo sem Facebook og Twitter.

Þessir þriðju aðilar kunna að safna og taka á móti ákveðnum upplýsingum um notkun þína á þjónustunni, þar með talið með notkun vefkakna, vefvita og svipaðrar tækni og hægt er að safna þessum upplýsingum yfir lengri tíma og saman með öðrum upplýsingum sem safnað er á ólíkum vefsíðum og þjónustu á Netinu, þar sem slíkt er heimilað af lögum.

Einn af þeim þriðju aðilum sem veita þjónustu til okkar er Google Inc. Eins og margar vefsíður notum við Google Analytics þjónustuna sem veitir upplýsingar um hversu margir heimsækja þjónustu okkar, hvenær þeir heimsækja hana og hvernig þeir vafra um þjónustuna. Google býður upp vafra með viðbót sem gerir notendum kleift að koma í veg fyrir gögn um heimsókn þeirra á vefsíður sé send til Google Analytics. Frekari upplýsingar um viðbótina er að finna hér.

Alþjóðlegur flutningur gagna

Við kunnum að safna, flytja, geyma, meðhöndla og/eða birta upplýsingar um þig utan heimalands þíns í samræmi við þessa persónuverndarstefnu og gildandi lög (til dæmis, lagalegur grundvöllur flutnings upplýsinga kann að byggjast á hefðbundnum samningsákvæðum og samþykki). Afrit af flutningssamningnum er hægt að nálgast með því að hafa samband við okkur.

Eins og nefnt er hér að ofan kunnum við einnig að senda persónulegar upplýsingar um þig til aðila sem staðsettir eru fyrir utan heimaland þitt í samræmi við þessa persónuverndarstefnu. Þessi aðilar gætu verið staðsettir í löndum eins og Bandaríkjunum. Vinsamlegast athugið að gagnaverndarákvæði og önnur lög í þessum löndum sem upplýsingarnar gætu verið fluttar til eru ef til vill ekki eins ströng og í þínu landi.

Verndun upplýsinga

Við erum staðráðnir í að vernda notkun við þjónustu okkar. Við höfum gert ráðstafanir varðandi stjórnun, tækni og efni til að vernda persónuupplýsingar þínar sem eru í okkar umsjá og sporna gegn þjófnaði, tapi og óheimiluðum aðgangi, notkun, breytingu og birtingu á þeim. Vinsamlegast athugið að við getum ekki fullkomlega tryggt öryggi upplýsinga sem þú veitir á netinu; þú veitir þær á eigin ábyrgð.

Slóðir á aðra þjónustu

Þjónusta okkar getur innihaldið slóðir á vefsíður hlutdeildarfélaga og til vefsíðna sem eru í eigu og umsjá þriðju aðila. Aðrar síður kunna að hafa eigin persónuverndarstefnu og lúta því ekki þessari persónuverndarstefnu. Við erum ekki ábyrgir fyrir persónuvernd eða innihaldi slíkra síðna sem eru í eigu og umsjá þriðju aðila. Aðrar síður geta safnað að meðhöndlað upplýsingar sem safnað er á annan hátt. Við hvetjum þig því til að lesa og skoða persónuverndarstefnu þeirra síðna sem þú heimsækir.

Efni búið til af notendum og notendamöguleikar á prófíl

Þjónusta okkar kann að vera með gagnvirka notendamöguleika, þjónustu þar sem notendur kunna að birta athugasemdir eða efni (þar með taldar upplýsingar um notendann sem kunna að koma fram á almenna prófíl notandans á samfélaginu á netinu) sem kann að vera sýnileg öðrum. Notendur skulu vera meðvitaðir um að þegar þeir ákveða að birta persónu upplýsingar í efni sem sent er inn til birtingar geta slíkar upplýsingar verið lesnar og notaðar af öðrum. Þetta kann að leiða til skilaboða sem ekki hefur verið beðið um frá öðrum notendum eða aðilum. Við höfum ekki tryggt eða skuldbundið okkar til að tryggja öryggi upplýsinga eða notkun þeirra þegar þú ákveður að senda inn með athugasemdum.

Notendamöguleikar sem hægt er a senda vini

Þjónusta okkur getur stundum boðið upp á forrit sem auðveldar þér að áframsenda upplýsingar eða efni úr þjónustu okkar til vini eða fjölskyldu í gegnum tölvupóst. Til að svara tölvupósti þínum kann forritið að biðja þig um að setja inn netfang móttakanda og/eða svipaðar upplýsingar (þar með talið netfang þitt). Þessar upplýsingar eru notaðar af forritinu til að svara skilaboðum þínum til að hægt að sé senda það. Við kunnum að halda tímabundna skrá um þessar upplýsingar til að lagfæra vandamál og koma í veg fyrir svindl. Ef við bjóðum þér einhverja tegund verðlauna fyrir að hvetja til aðgerða af hálfu móttakandans (til dæmis, ef þú færð verðlaun ef móttakandinn ákveður að skrá sig í eitthvað af tilboðunum eftir að hafa fengið tölvupóst frá þér), kunnum við einnig að halda í þær upplýsingar sem eru nauðsynlegar til að sýna fram á að tilvísunarverðlaunin hafi verið unnin.

Friðhelgi einkalífs barna

Þjónusta okkar er ekki ætluð börnum eins og það er skilgreint af gildandi lögum, og við munum ekki vísvitandi biðja um upplýsingar frá börnum. General Mills býður upp á aðra þjónustu sem er að hluta eða öllu leiti ætluð börnum og þeim reglum sem gilda um þá þjónustu er lýst í persónuverndarstefnum þeim sem gilda um þá þjónustu. General Mills passar sérstaklega upp á að vernda friðhelgi einkalífs barna. Við mælum einnig með að foreldrar fylgist með börnum sínum á netinu og læri á og nýti forrit eða önnur tæki sem geta aðstoðað börn þeirra við að njóta skemmtunar og afþreyingar á netinu án þess að stefna eigin öryggi í hættu eða nota veraldarvefinn á hátt sem er andsnúinn óskum foreldra þeirra.

Nafnleysi og dulnefni

Þar sem slíkt er mögulegt er þér boðið upp á að auðkenna þig ekki eða nota dulnefni þegar þú átt í samskiptum við okkur nema þegar okkur er skylt af lögum eða dómstóli að hafa samskipti við einstaklinga sem hafa auðkennt sig eða þegar það er óhentugt að eiga samskipti við þig ef þú hefur ekki auðkennt þig.

Breytingar á persónuverndarstefnu okkar

Okkur er heimilt að breyta eða skipta þessari persónuverndarstefnu út eftir okkar eigin ákvörðun hvenær sem er. Vinsamlegast skoðaðu persónuverndarstefnuna reglulega til að vera viss um að þú vitir af uppfærslum og breytingum á persónuverndarstefnunni. Áframhaldandi notkun þín á eða aðgangur þinn að þjónustu okkar sem og almenn meðhöndlun okkar á upplýsingum um þig mun lúta skilmálum þeirrar persónuverndarstefnu sem er í gildi á þeim tíma.

Hvernig getur þú kvartað vegna brots á réttindum þínum samkvæmt persónuverndarstefnunni?

Ef þú telur að við höfum brotið á skyldum okkar varðandi persónuvernd við meðhöndlun okkar á persónuupplýsingum þínum getur þú kvartað með því að skrifa okkur með samskiptaupplýsingunum sem eru hér að neðan og munum við leitast við að láta þér í té staðfestingu á hvernig við hyggjumst takast á við kvörtunina eins fljótt og auðið er. Ef þú ert ekki ánægður með svar okkar við kvörtun þinni, getur þú komið kvörtun þinni á framfæri við viðeigandi persónuverndarstofnun í búsetulandi þínu.

Fleiri valmöguleikar fyrir upplýsingarnar

Að auki við rétt þinn til að fá upplýsingar um aðferðir okkar varðandi gangasöfnun, hefur þú rétt til að biðja um aðgang að upplýsingum sem við erum með um þig og fara fram á að við bætum úr ónákvæmni í þeim upplýsingum (með nokkrum undantekningum samkvæmt gildandi lögum). Í samræmi við gildandi lög gætir þú einnig haft rétt á eyðingu, rétt á að hamla meðhöndlun og taka samþykki þitt til baka fyrir seinni tíma meðhöndlun, rétt til flytja gögn og rétt til að mótmæla meðhöndlun sem byggir á réttilegum hagsmunum er varðar vísinda-/sögurannsóknir eða beina markaðssetningu. Ef þú vilt gera beiðni í sambandi við þessi réttindi, skaltu vinsamlegast hafa samband við þjónustudeild okkar í gegnum samskiptaupplýsingarnar sem gefnar eru hér að neðan.

Við kunnum að biðja þig um að staðfesta hver þú ert og taka fram hvaða upplýsingar þú þarft áður en beiðnin er kláruð. Í sumum tilfellum kunnum við að neita beiðnum um að þú fáir aðgang að, afrit af eða breytir, eða komir í veg fyrir notkun á persónuupplýsingum sem við erum með um þig. Slík tilfelli gera verið, svo dæmi sé tekið, þegar aðgangur að slíkum upplýsingum getur haft slæm áhrif á friðhelgi annarra.

Hvernig hafa á samband við okkur

Ef þú ert með spurningar eða hefur áhyggjur af þessari persónuverndarstefnu eða um söfnun, geymslu, notkun eða birtingu á persónuupplýsingum þínum eða ef þú vilt koma á framfæri kvörtun í sambandi við persónuverndarstefnuna, vinsamlegast hafðu samband við okkur.

Þú getur einnig haft samband í síma í 568 1234 eða með pósti í

Nathan & Olsen,
Klettagarðar 19,
104 Reykjavík

Vefköku fyrirvari

Við notum ólíkar tegundir vefkakna til að reka þjónustu okkar, þeirra á meðal sumar eða allar þær tegundir sem nefndar eru hér að neðan.

Stillingarkökur

Stillingarkökur gera þjónustunni kleift að muna upplýsingar t.d. tungumálið sem þú kýst, sem hægt er að nota til að sérsníða þjónustuna að þér. Þessar vefkökur er einnig hægt að nota til að veita þér upplýsingar sem lúta að landi þínu og aðstoða þig í að sérsníða viðmót þjónustunnar. Ef þessar vefkökur eru hindraðar eða óvirkjaðar verður þjónusta okkar ekki eins skilvirk en ætti hinsvegar áfram að virka.

Öryggiskökur

Öryggiskökur eru notaðar til að auðkenna notendur, koma í veg fyrir sviksamlega notkun á innskráningu og til að vernda notenda upplýsingar fyrir óheimiluðum aðgangi. Ef þessar vefkökur eru hindraðar eða óvirkjaðar mun þjónusta ekki virka almennilega.

Vinnslukökur

Vinnslukökur hjálpa þjónustu okkar að skila af sér þeirri virkni sem þú býst við til að gera þér kleift að hafa aðgang að öruggum svæðum í þjónustu okkar. Ef þessar vefkökur eru hindraðar eða óvirkjaðar mun þjónusta ekki virka almennilega.

Auglýsingakökur

Auglýsingakökur eru notaðar af aðilum sem sjá um að birta auglýsingar annarra aðila á vefsíðum okkar eða sem sjá um að finna út hvaða auglýsingar okkar (eða annarra aðila) þú sérð á vefsíðum þriðja aðila. Þessar vefkökur safna upplýsingum um athafnir þínar á netinu, hvaða auglýsingar þú hefur séð eða vefsíðurnar sem þú hefur heimsótt til að draga ályktanir um hvaða auglýsingar gætu skipt þig máli. Þessar upplýsingar eru notaðar til að sýna þér auglýsingar sem eru taldar skipta þig mestu máli þegar þú heimsækir heimasíður sem tilheyra okkur. Ef þessar vefkökur eru hindraðar eða óvirkjaðar verður þjónusta okkar ekki eins skilvirk en ætti hinsvegar áfram að virka.

Lotustöðukökur

Þessar kökur heimila þjónustu okkar að safna upplýsingum um samskipti þín við þjónustu okkar, þar með taldar vefsíður þær sem þú heimsækir oftast og ef ákveðnar vefsíður senda villuskilaboð til þín. Þessar kökur hjálpa okkur að bæta þjónustu okkar. Ef þessar vefkökur eru hindraðar eða óvirkjaðar verður þjónusta okkar ekki eins skilvirk en ætti hinsvegar áfram að virka.

Greiningakökur

Greiningakökur safna upplýsingum um notkun á þjónustu okkar. Við notum þessar kökur til að bæta þjónustu okkar með, til dæmis, að læra um þær síður sem fólk heimsækir oftast. Ef þessar vefkökur eru hindraðar eða óvirkjaðar ætti það ekki að hindra þjónustuna frá því að virka.