Notkunarskilmálar vefseturs

Þetta vefsetur er í eigu og því haldið úti af General Mills (og hlutdeildarfélögum þess) í þeim tilgangi að veita þér menntun, upplýsingar og afþreyingu. Hugtakið „Vefsetur" í þessum notkunarskilmálum á einnig við um síðurnar okkar og öpp á félags- og tengslamiðlum þriðju aðila eins og Facebook eða Twitter og hugbúnaði okkar á fartækjum. Notkun þín á þessu setri er háð eftirfarandi skilmálum og skilyrðum. Notkun þín á vefsetrinu felur í sér samþykki á þessum skilmálum og samkomulag þitt um að vera bundin(n) af þeim. Ef þú samþykkir ekki þessa skilmála, vinsamlegast ekki nota þetta vefsetur eða neina þjónustu sem boðin er á því.

Við áskiljum okkur rétt til að breyta þessum skilmálum hvenær sem er án fyrirvara. Vinsamlega komdu aftur til að tryggja að þér sé kunnugt um uppfærslur og breytingar sem orðið hafa á skilmálunum

Reglur um höfundar- og hugverkarétt
Öll nöfn, firma-, þjónustu- og vörumerki sem fram koma á þessu vefsetri, þ.m.t. vöru- og þjónustumerki, ímyndir vörumerkja, persónur, titlar, grafísk list, hönnun, höfundarréttur, útlitshönnun, annað innihald eða eigindi vefsetursins og öll önnur hugverk („innihald"), nema að annað sé tekið fram, eru vernduð hugverk eða notuð með heimild eða leyfi af General Mills. Innihaldið felur m.a. í sér vefsetrið sem er verndað með höfundarrétti sem safnverk eða samantekt.

Notkun eða misnotkun á innihaldi þessa vefseturs er algerlega bönnuð, nema skýrt sé heimilað í þessu samkomulagi eða í innihaldinu sjálfu. Þér er heimilt að prenta eintak af innihaldinu til persónulegra nota. Hinsvegar er þér ekki heimilt á annan hátt að dreifa, breyta, senda, endurnota, endurbirta eða sýna innihaldið á annan hátt án skýrrar skriflegrar heimildar okkar. Við áskiljum okkur allan annan rétt og ekkert sem fram kemur eða er gefið í skyn á vefsetrinu veitir þér neina heimild eða rétt skv. neinum einkarétti eða vörumerki General Mills, hlutdeildarfélaga þess eða neinna þriðju aðila.

Án takmarkanna ofangreinds er notkun þín á vefsetrinu takmörkuð við persónulega notkun aðeins og ekki í atvinnu- eða viðskiptatilgangi nema að þér sé beinlínis heimilað það. Þér er óheimilt að afrita, dreifa, breyta, senda út, endurnota, endurbirta eða sýna með öðrum hætti, innihaldið almenningi eða í atvinnutilgangi án skriflegrar heimildar okkar.

General Mills ber enga ábyrgð á innihaldi annarra vefsetra sem þú getur fundið eða fengið aðgang að við notkun vöru eða þjónustu General Mills. Efni sem býðst á eða í gegnum önnur vefsetur getur notið verndar bandarískra laga um höfundarréttarvernd og hugverkarétt eða annarra landa eins og við á. Skilmálar þeirra vefsetra, en ekki þetta samkomulag, segja til um notkun þína á því efni.

General Mills áskilur sér rétt að eigin geðþótta til að takmarka, fresta, aftengja og/eða binda endi á aðgang hvaða notanda sem er, að vefsetrinu með tilkynningu fyrirfram eða ekki. Þetta felur í sér, án takmarkanna, réttin til að loka aðgangi notenda sem General Mills telur að brjóti eða brjóta ítrekað rétt General Mills eða annarra hvað varðar höfundar- eða hugverkaréttindi.

Framlagt innihald notenda
Vefsetrið getur heimilað notendum að leggja fram texta, myndir, hljóð, kvikmyndir, krækjur á önnur vefsetur (saman nefnt „framlag notenda") á vefsetrinu. Sem afleiðingu þessa getur þú séð framlag notenda vefsetursins sem lagt er fram af aðilum sem óskyldir eru General Mills. General Mills skrifar ekki uppá framlag þessara einstaklinga né tengist á neinn hátt neinu framlagi notenda sem birtist á eða má nálgast í gegnum þetta vefsetur. Þú samþykkir og viðurkennir að þú notar og reiðir þig á framlag notenda á eigin ábyrgð. General Mills er ekki ábyrgt á neinn hátt sem hugsast getur í tengslum við neitt framlag notenda eða fyrir hegðun þeirra á nokkurn hátt.

General Mills gerir ekki tilkall til eignarréttar á neinu framlagi notenda. Hins vegar, með framlagi sem notandi á setrinu, samþykkir þú og skilur að þú gefur General Mills ritlaunafrían, óafturkallanlegan, ævarandi, takmarkalausan og að fullu endurseljanlegan rétt til notkunar, afritunar, útgáfu, dreifingar, framsögu, sýningar, listrænnar túlkunar á og annarskonar notkunar á því framlagi, að hluta eða í heilu lagi, með hvaða hætti sem er, þ.m.t. til auglýsingar eða markaðssetningar.

Þú skilur og samþykkir að þú ert að öllu leiti ábyrg(ur) fyrir innihaldi þess sem þú birtir. Þér er ekki heimilt að birta framlag notenda sem brýtur lög eða getur á annan hátt verið hneykslanlegt eða óviðeigandi. Sérstaklega er þér óheimilt að leggja fram, bæta við, senda, birta eða leggja til innihald sem á setrinu eða í gegnum það:

  • Brýtur lög um höfundarrétt, vörumerki, einkaleyfi eða annan eignarrétt hvaða þriðja aðila sem er;
  • er rangt, villandi, ærumeiðandi, niðrandi, klúrt, meiðandi, hatursfullt eða klámfengið;
  • brýtur rétt þriðja aðila til friðhelgi einkalífs eða kynningar;
  • niðrar aðra á grundvelli kyns, kynþáttar, stéttar, þjóðaruppruna, trúar, kynhneigðar, fötlunar eða annarrar flokkunar;
  • felur í sér viðurnefni eða annað málfarslegt efni sem ætlað er að kúga, áreita eða vekja ofbeldi eða ólöglegar gjörðir;
  • villir á þér heimildir eða hagsmunatengsl sem felur í sér auglýsingar sölutilraunir;
  • brýtur viðeigandi staðbundin lög, landslög eða alþjóðleg lög;
  • Sem General Mills telur í góðri trú að sé á annan hátt hneykslanlegt eða óviðeigandi.

Þú skilur og samþykkir að þú mátt aðeins birta framlag notenda sem þú átt og sem þú með öðrum hætti hefur heimild til að birta. Auk þessa verður þú að fá allar nauðsynlegar heimildir frá einstaklingum sem auðkenndir eru eða bendlaðir við framlag notenda (þ.m.t. þá sem sýndir eru í ljósmynda- eða kvikmyndainnihaldi) og einnig frá forráðamönnum þeirra ef um ungmenni er að ræða.

Þú skilur og samþykkir að General Mills hefur heimild til, en ber ekki skyldu til, að fylgjast með, endurskoða, fjarlægja, hafna eða fara yfir, hvenær sem er, án fyrirvara og að eigin ákvörðun, framlag notenda sem brýtur á þessu samkomulagi, er á annan hátt hneykslanlegt eða af hvaða annarri ástæðu sem er.

Tilkynning um kröfur til eignarréttar á hugverkum og umboðsaðili fyrir móttöku
General Mills virðir rétt annarra til hugverka sinna og við óskum þess sama að þér. Ef að þú telur í góðri trú að verk þín hafi verið endurgerð á vefsetrinu á þann hátt að það sé höfundarréttarbrot, getur þú látið umboðsaðila höfundarréttar General Mills vita með eftirfarandi upplýsingum:

a. Rafrænni eða raunverulegri undirskrift aðilans sem hefur heimild til aðgerða fyrir hönd eiganda höfundarréttar eða annars hugverkaréttar;

b. Lýsingu á höfundarréttarverkinu eða hugverkinu sem þú heldur fram að hafi verið brotinn réttur á;

c. Lýsingu á því hvar efnið, sem þú heldur fram að brjóti réttin, sé staðsett á vefsetrinu, í nægjanlegum smáatriðum svo að megi finna það;

d. Heimilisfang þitt, símanúmer og netfang;

e. Yfirlýsingu frá þér um að þú trúir því í góðri trú að hið umdeilda efni hafi ekki verið heimilað til notkunar af höfundarréttar- eða hugverkaréttarhafa, umboðsaðilum hans eða skv. lögum;

f. Eiðsvarna yfirlýsingu gerða af þér þess efnis að ofangreindar upplýsingar í tilkynningu þinni séu sannleikanum samkvæmar og að þú sért eigandi höfundarréttar eða hugverks eða hafir heimild til að reka mál f.h. eiganda höfundarréttar eða hugverksins.

Nálgast má umboðsmann höfundarréttar- og hugverkaréttarkrafna hjá General Mills með eftirfarandi hætti:

Með pósti
Copyright Agent
Bt. General Mills, Inc.
Number One General Mills Blvd
Minneapolis, MN 55426 U.S.A.

Í síma +1
800 248-7310

Á faxi
+1 763 764-2268

Aðrar takmarkanir

Þér er óheimilt að hafa aðgang að eða nota eða reyna hafa aðgang að eða nota þjónustuna til að gera neitt það sem getur valdið okkur eða einhverjum þriðja aðila tjóni, truflað starfsemi vefsetursins eða annarrar vöru eða þjónustu General Mills eða nota þjónustuna í þeim tilgangi sem brýtur lög. T.d. og án takmarkanna, er þér ekki heimilt:

  • Að uppskera eða safna á annan hátt upplýsingum um aðra, þ.m.t. netföngum, án samþykkis þeirra;
  • Gera neitt það sem leggur óhóflega mikla verkbyrði á gáttir vefsetursins;
  • Nota nein tæki, hugbúnað eða verkferli til að trufla eða til að reyna að trufla rétta starfsemi vefsetursins eða neitt sem fram fer á vefsetrinu;
  • Nota eða reyna að nota nein sjálfvirk ferli (þ.m.t. án takmarkanna, skriðla og þjarka) til að fara inn á eða nota vefsetrið;
  • Taka þátt í neinum þeim athöfnum sem ógna kerfinu okkar eða netöryggi eða berskjaldar okkur eða einhverja notendur okkar fyrir einhverju tjóni eða mögulegum skaða.

Brot á þessum skilmálum getur fallið undir ábyrgð skv. einkaréttarlögum eða varðað við hegningarlög. Við getum rannsakað brot þessara skilmála og unnið með lögregluyfirvöldum til að sækja þá til saka er brjóta skilmálana.

Fyrirvari
Án takmarkanna ofansagðs er allt á vefsetrinu veitt þér „EINS OG HÉR ER FRAM LAGT‟ ÁN NOKKURSKONAR ÁBYRGÐAR, HVORKI YFIRLÝSTRI NÉ GEFINNI Í SKYN, Þ.M.T. ÁBYRGÐIR SEM GEFNAR ERU Í SKYN UM SÖLUHÆFI, HÆFNI Í EINHVERJUM TILGANGI EÐA HVAÐ VARÐAR EIGNAR- OG EINKARÉTT. ÁN ÞESS AÐ TAKMARKA ALMENNT EÐLI ÞESS SEM AÐ OFAN ER SAGT, ÁBYRGJUMST VIÐ EKKI AÐ VEFSETRIN EÐA AÐ VEFÞJÓNAR SEM ÚTBÚA SETRIN SÉU TIL ÞJÓNUSTU REIÐUBÚIN OG ÓSÝKT AF VÍRUSUM. Við ábyrgjumst ekki að virknin sem innifalin er í þessum búnaði verði ótrufluð og villufrí, að gallar verði leiðréttir, að vefsetrið verði ávallt eða allsstaðar í boði, eða að þetta vefsetur eða netþjónarnir sem það veita verði aðgengilegir, fríir af vírusum eða öðrum skaðlegum hlutum. Við ábyrgjumst ekki notkun eða afleiðingar á notkun þessara gæða á þessu vefsetri hvað varðar nákvæmni þeirra, sannleiksgildi, áreiðanleika eða annað.

Notkun þín á vefsetrinu er á þína eigin ábyrgð. General Mills mun ekki verða ábyrgt fyrir neinu tjóni, þ.m.t. beinu, óbeinu, tilfallandi, afleiddu tjóni eða refsiábyrgð, sem risið getur af aðgangi þínum að vefsetrinu og sama hver olli, með samningum, einkamálum eða með öðrum hætti. Ef þú verður óánægð(ur) á einhvern hátt með þetta vefsetur, er eina leiðin, undantekningarlaust fyrir þig að hætta notkun vefsetursins og þjónustu þess. Vegna þess að sum lögsagnarumdæmi heimila ekki fyrirvara um ábyrgðir sem gefnar eru í skyn eða undanþágur eða takmarkanir af tilteknum gerðum tjónagreiðsla er ábyrgð General Mills í þeim lögsagnarumdæmum takmörkuð við heimild laga. Ef í ljós kemur að einhver hluti þessara takmarkanna ábyrgðar er talinn ógildur eða óframfylgjanlegur af einhverjum ástæðum, skal samanlögð ábyrgð General Mills ekki fara yfir Eitt hundrað Bandaríkjadali (USD 100).)

Krækjur
Vefsetur þetta kann að hafa krækjur sem heimila þér að fara af þessu vefsetri á önnur setur sem ekki eru undir okkar stjórn. Við styðjum ekki slík tengd setur. Við erum ekki ábyrg fyrir innihaldi eða útsendingu neinna slíkra setra eða neinna tenginga á tengdum setrum eða fyrir því að tryggja að tengd setur séu villu- eða vírusfrí. Né erum við ábyrg fyrir skilmálum eða friðhelgisstarfsemi slíkra seta. Við hvetjum þig til að lesa vandleg reglur allra setra sem þú heimsækir.

Framlagðar hugmyndir
Þrátt fyrir allt annað í þessum skilmálum, eru allar athugasemdir, tillögur, hugmyndir, athugasemdir, heildarhugmyndir eða aðrar upplýsingar veittar til okkar, af þér í gegnum þetta vefsetur eða sem svar við málaleitan á þessu vefsetri („framlagðar hugmyndir"), okkar eign og munu verða áfram okkar eign. Þú skilur og samþykkir að við höfum bæði innri og ytri uppsprettur sem gætu hafa þróað hugmyndir eða geta gert það í framtíðinni sem eru líkar eða sambærilegar við framlagðar hugmyndir og að við viljum aðeins íhuga framlagðar hugmyndir á þessum skilmálum. Hvað sem öðru líður eru engar framlagðar hugmyndir, lagðar fram í trúnaði og við samþykkjum enga skyldu hvorki yfirlýsta né gefna í skyn til þess að íhuga framlagða hugmynd. Án takmarkanna munum við eiga allan þekktan eða hér eftir skapaðan rétt á framlögðum hugmyndum, hvers eðlis sem er, hvaða nafni sem nefnast um alla veröld og skulum eiga rétt á ótakmarkaðri notkun á framlögðum hugmyndum í hvaða tilgangi sem er án greiðslu til þess er lagði fram hinar framlögðu hugmyndir.

Tengslaupplýsingar
Þú mátt hafa samband við okkur með hvers konar athugasemdir.